Enski boltinn

Agger og Alonso fótbrotnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger, leikmaður Liverpool.
Daniel Agger, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Daniel Agger og Xabi Alonso, leikmenn Liverpool, verða frá keppni næstu sex vikurnar.

Í ljós hefur komið að báðir eru þeir með brotið ristarbein. Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er nýbúinn að jafna sig á samskonar meiðslum.

"Hvorugur leikmaður þarf í aðgerð en við búumst við að þeir verði frá næstu fjórar til sex vikurnar," sagði talsmaður Liverpool. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×