Enski boltinn

Leicester gaf Forest mark

Elvar Geir Magnússon skrifar
Clive Clarke.
Clive Clarke.

Nottingham Forest fékk gefins mark frá Leicester í kvöld. Liðin mættust í endurteknum bikarleik en viðureign þessara liða í ágúst var hætt eftir að varnarmaðurinn Clive Clarke fékk hjartaáfall. Þá var staðan 1-0 fyrir Forest.

Leikurinn var leikinn að nýju í kvöld og hófst á því að Leicester leyfði Nottingham Forest að skora. Íþróttamannsleg framkoma hjá Leicester svo ekki sé annað sagt.

Það var Paul Smith, markvörður Forest, sem fékk að skora markið. Fyrsta markið á hans ferli. Hann fékk hinsvegar síðan þrjú mörk á sig og vann Leicester 3-2 sigur á endanum.

Þess má geta að Clive Clarke, sem fékk hjartaáfall þegar liðin mættust í ágúst, er á hröðum batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×