Enski boltinn

Söngleikur um ævi Abramovich

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bráðlega getur fólk skellt sér á söngleik um Abramovich.
Bráðlega getur fólk skellt sér á söngleik um Abramovich.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur gefið grænt ljós á að gerður verði söngleikur byggður á ævi hans. The Daily Star greinir frá þessu í dag en talið er að uppfærslan muni kosta um áttatíu milljónir punda.

Söngleikurinn verður með kómísku ívafi og mun endurspegla ævisögu Romans Abramovich. Sjálfur hefur sá rússneski lesið yfir handritið og lýst honum vel á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×