Enski boltinn

Hargreaves ekki með á miðvikudag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Owen Hargreaves
Owen Hargreaves

Owen Hargreaves verður ekki með Manchester United sem leikur gegn Sporting Lissabon á útivelli á miðvikudag. Þessi 26 ára miðjumaður hefur ekkert æft með United síðustu daga.

Auk hans eru á meiðslalista United þeir John O'Shea og Darren Fletcher sem báðir eiga við hnémeiðsli að stríða, Park Ji Sung, markvörðurinn Ben Foster og svo Mikael Silvestre sem leikur ekki meira á tímabilinu.

United vonast til að Wayne Rooney geti tekið þátt í leiknum gegn Sporting sem er fyrsti leikur liðsins í Meistaradeildinni þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×