Enski boltinn

Silvestre spilar ekki meira á leiktíðinni

Silvestre var borinn af velli í gær
Silvestre var borinn af velli í gær NordicPhotos/GettyImages
Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United spilar ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Hann sleit krossbönd í leiknum gegn Everton í gær og rannsókn hefur nú leitt þessi leiðinlegu tíðindi í ljós. United verður því án krafta þessa þrítuga og fjölhæfa varnarmanns á leiktíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×