Enski boltinn

Redknapp: Fínt að fá stig gegn Liverpool

Redknapp hélt ekki vatni yfir Papa Diop
Redknapp hélt ekki vatni yfir Papa Diop NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp var sáttur við jafntefli sinna manna gegn Liverpool þrátt fyrir að lið hans hefði misnotað vítaspyrnu í leiknum. Hann fór auk þess fögrum orðum um nann leiksins Papa Bouba Diop sem fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth.

"Þetta var jafn leikur en ef maður nýtir ekki færi eins og vítaspyrnur á móti Liverpool, mun maður ekki vinna. Ég held að við hefðum klárað þennan leik ef við hefðum nýtt vítið, en það er svosem ágætt að hirða stig af toppliðunum fjórum því þau eru í sérflokki í þessari deild," sagði Redknapp og hrósaði Diop.

"Hann var frábær í þessum leik - þvílík frammistaða í fyrsta leik. Hann hljóp yfir hvert einasta strá á vellinum, vann alla skalla og tæklingar og skilaði sannarlega sínu. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum leikmanni og reyndi meira að segja að fá hann hingað fyrir nokkrum árum. Hann er stór strákur sem lætur finna fyrir sér og hann mun reynast okkur ómetanlegur," sagði Redknapp um Diop.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×