Enski boltinn

Wenger: Ég á það til að missa það

Wenger hatar að tapa
Wenger hatar að tapa NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann geti ekki alltaf haft fulla stjórn á sér þegar lið hans tapar leikjum en bendir á að þeir sem eigi auðvelt með að taka tapi ættu sennilega að finna sér aðra vinnu en að stýra liðum í úrvalsdeildinni.

"Ég er aldrei mjög hress eftir að við töpum. Þegar maður er 3-0 yfir og fimm mínútur eftir af leiknum er kannski hægt að slaka aðeins á - en á Englandi er maður aldrei öruggur um sigur. Hérna gefast menn aldrei upp og því er maður alltaf á tánum. Það er auðvitað tilfinningatengt þegar maður tapar og ég las einhversstaðar að ég tæki tapi mjög illa. En hvernig á maður að taka tapi öðruvísi en illa?

Þú ættir ekki að vera í þessu starfi nema þú takir tapi illa - ég held að menn lifi þetta ekki af nema taka tapi illa. Ég man ekki lengur eftir einstaka töpum á ferlinum en mér finnst hvert tap vera eins og lítil krísa. Ég vil alltaf vinna allt sem ég get unnið og það er það sama með leikmennina," sagði Wenger í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×