Enski boltinn

Spáð í spilin - Chelsea - Blackburn

Jose Mourinho og félagar hafa ekki tapað tvisvar í röð ansi lengi
Jose Mourinho og félagar hafa ekki tapað tvisvar í röð ansi lengi NordicPhotos/GettyImages

Chelsea tapaði 2-0 fyrir Aston Villa í síðustu umferð en liðið þarf þó ekki að örvænta ef marka má söguna, því Chelsea hefur ekki tapað tvisvar í röð í 43 leikjum. Það var á þarsíðasta tímabili þegar liðið lá fyrir Blackburn úti og Newcastle heima.

Vinni Chelsea sigur í þessum leik verður það 1,500 sigur liðsins og það myndi þýða 66. leikinn í röð á heimavelli sem liðið væri án taps - sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn hefur ekki tapað í 10 deildarleikjum í röð nú þegar stjórinn Mark Hughes heldur upp á þriggja ára afmæli sitt í brúnni. Blackburn hefur reyndar ekki tapað í 14 leikjum í röð í deild og bikar.

Chelsea var á höttunum eftir fernunni á síðustu leiktíð þegar liðið mætti Blackburn fjórða sinni á tímabilinu í undanúrslitum enska bikarsins og hafði sigur 2-1 í framlengingu. Það var 100. viðureign liðanna í sögunni. Chelsea tapaði 2-0 fyrir Aston Villa í síðustu umferð og var það fyrsta tap liðsins í 18 leikjum í deildinni. Tíu stig eftir fyrstu fimm leikina í deildinni er versta byrjun Chelsea í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×