Enski boltinn

Spáð í spilin - Wigan - Fulham

NordicPhotos/GettyImages

Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð.

Lærisveinar Lawrie Sanchez náðu góðum úrslitum í síðasta leik þegar liðið jafnaði metin í 3-3 á síðustu mínútunni gegn Tottenham á heimavelli eftir að hafa lent undir 3-1. Það var heldur betra en í leikjunum tveimur þar á undan þar sem liðið hafði tapað með því að fá á sig mark á síðustu tveimur mínútum þeirra leikja. Fulham hefur ekki unnið Wigan á útivelli síðan liðin mættust í næstefstu deild árið 1992. Þar vann Fulham 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×