Enski boltinn

Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu.

Portsmouth er að spila sinn sjötta leik á tímabilinu og þar af verður þetta fjórði leikur liðsins gegn einu af hinum "fjóru stóru". Lærisveinar Harry Redknapp eru hér að reyna að forðast þriðja tapið í röð í deildinni en það hefur ekki gerst í 53 leikjum.

Liverpool hefur skorað fyrsta markið í öllum leikjum sínum það sem af er leiktíðinni, en Portsmouth hefur fengið á sig fyrsta markið í öllum sínum leikjum - en þetta er einsdæmi í deildinni til þessa. Portsmouth vann sigur á Liverpool 2-1 í apríl en þá voru gestirnir ekki með sitt sterkasta lið. Það var aðeins annar sigur Portsmouth á Liverpool síðan úrvalsdeildin var stofnuð.

Portsmouth vann síðast góðan 3-1 sigur á Bolton í deildinni en liðinu hefur ekki tekist að halda hreinu í einum einasta leik til þessa. Liverpool hefur unnið þrjá síðustu leiki sína í öllum keppnum samtals 12-0 og er eitt af fjórum liðum í deildinni sem enn eru taplaus ásamt Newcastle, Blackburn og Arsenal. Ef Liverpool vinnur þennan leik verður það besta sigurhrina liðsins síðan það vann fimm deildarleiki í röð milli 30. des 2006 til 30. janúar 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×