Enski boltinn

Berbatov ómeiddur eftir samstuð

Berbatov fékk á kjaftinn í gær
Berbatov fékk á kjaftinn í gær NordicPhotos/GettyImages
Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×