Enski boltinn

Terry vill leiða Englendinga til sigurs á EM

Ferill John Terry með enska landsliðinu hefur snúist meira um vonbrigði en glæsta sigra
Ferill John Terry með enska landsliðinu hefur snúist meira um vonbrigði en glæsta sigra

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vilja að hans verði minnst sem fyrirliðans sem leiddi liðið til sigurs á stórmóti. Hann segir lið Englendinga í dag eiga góða möguleika á að berjast um verðlaun á EM næsta sumar.

"Ég vil vera fyrirliði sem minnst verður fyrir góða hluti og það þýðir að við verðum að komast á EM og gefa okkur þar með tækifæri á að vinna mótið," sagði Terry, sem tók við fyrirliðabandinu af David Beckham fyrir réttu ári.

"Það yrði ótrúlegur heiður að fá að vera fyrirliði ef við myndum vinna titil, en ég veit að við eigum langt í land með það. Ég vil þó meina að þetta lið hafi alla burði til að fara langt og það er mikilvægt að allir hafi trú á verkefninu. Það er ekkert betra en að sitja heima í stofu og hlusta á alla tala um hve vel enska liðið spilaði í sðiðasta leik. Við viljum gera ensku þjóðina stolta og nú er kominn tími til að láta verkin tala," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×