Enski boltinn

Stjóri Derby blæs á kjaftasögur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Billy Davies.
Billy Davies.

Billy Davies, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby County, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi átt í deilum við stjórn félagsins. Dagblöð á Englandi sögðu frá því að Davies hafi verið ósáttur við hve lítinn pening hann hefur fengið til leikmannakaupa.

„Það eru nákvæmlega engin vandamál milli mín og stjórnarmanna félagsins. Ég hef talað við lögrfæðing minn út af þessu máli. Ég læt hann sjá um þetta á meðan ég mun einbeita mér að fótboltanum," sagði Davies.

„Ég fékk símtal þar sem mér var sagt frá því hvað stæði í einu af blöðunum. Þetta kom mér mjög á óvart," sagði Davies.

Einnig var talað um það í einhverjum fjölmiðli að Derby væri ákveðið í að reka Davies. Félagið hefur sjálft algjörlega neitað þessum fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×