Enski boltinn

Vinátta Barry og Gerrard hafði sitt að segja

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barry og Gerrard berjast í enska boltanum.
Barry og Gerrard berjast í enska boltanum.

Steven Gerrard segir að náið samband sitt við Gareth Barry hafi hjálpað þeim mikið að ná saman á miðju enska landsliðsins. Þeir náðu nær óaðfinnanlega saman þegar enska landsliðið lék gegn Ísrael og má reikna með því að þeir verði þar einnig gegn Rússlandi á miðvikudag.

„Ég er ekki viss um að allir viti það að við erum mjög nánir vinir utan vallar. Samskiptin voru til staðar. Við þekkjum hvorn annan vel og það hjálpaði mikið til," sagði Gerrard.

Óvíst er hvort Frank Lampard eða Owen Hargreaves verði orðnir tilbúnir fyrir leikinn á miðvikudag. Ef þeir verða klárir í slaginn má þó efast um að þeir vinni sér inn sæti í liðinu eftir frammistöðu Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×