Fótbolti

Ronaldinho kominn í náðina hjá Dunga

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho virðist hafa komið sér í betri bækurnar hjá landsliðsþjálfaranum Dunga á ný eftir frábæra frammistöðu í 4-2 sigri Brasilíumanna á Bandaríkjamönnum í æfingaleik í gær. Ronaldinho lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur.

Ronaldinho hefur ekki verið sérstaklega í náðinni hjá landsliðsþjálfara sínum síðan hann neitaði að spila á Copa America í sumar - þar sem hann bar við þreytu líkt og landi hans Kaka hjá AC Milan. Ronaldinho kom inn sem varamaður í síðasta leik Brassa og skoraði þá síðara mark liðsins í 2-0 sigri á Alsír.

Í gær var kappinn svo farinn að glotta eins og honum einum er lagið þar sem honum var fengið að leika lausum hala fyrir aftan framherjana. "Ég er loksins að venjast leikstíl Dunga núna," sagði kappinn skælbrosandi eftir leikinn - sem fjölmiðlar vilja meina að hafi verið einn hans besti fyrir þá gulu í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×