Enski boltinn

Emre vill til Galatasaray

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emre í leik með Newcastle.
Emre í leik með Newcastle.

Emre, miðjumaður Newcastle, vill fara til Galatasaray í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar. Þessi trykneski landsliðsmaður hefur færst neðar í goggunarröðinni síðan Sam Allardyce tók við stjórnartaumunum á St James´Park.

Geremi og Alan Smith voru keyptir til Newcastle í sumar og er því ekki pláss fyrir Emre. Hans fyrrum félag í heimalandinu, Galatasaray, vill kaupa hann og sjálfur vill hann ólmur snúa aftur til Istanbúl.

„Ég vill fara aftur til Galatasaray og þeir vilja fá mig," sagði Emre sem kostaði Newcastle 3,8 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Inter á Ítalíu árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×