Enski boltinn

Rio kemur Bentley til varnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bentley er leikmaður Blackburn.
Bentley er leikmaður Blackburn.

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins, er alls ekki sáttur við móttökurnar sem David Bentley fékk í sigrinum á Ísrael í gær. Bentley dró sig út úr U21 landsliðshópnum í sumar og stuðningsmenn Englands létu óánægju sína í ljós í leiknum í gær.

Bentley kom inn sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og púuðu áhorfendur á hann. „Við vorum að spila frábærlega og allir voru ánægðir. Móttökurnar sem Bentley fékk drógu þó úr ánægjunni," sagði Rio Ferdinand.

„Þegar menn eru að leika fyrir hönd Englands reikna þeir með að fá stuðning, sama hvað gerðist í fortíðinni. Hann er ungur leikmaður sem er enn að læra. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og á ekki skilið að fá svona móttökur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×