Enski boltinn

McClaren: Nú er bara að taka Rússa

Elvar Geir Magnússon skrifar
McClaren kallar skipanir til sinna manna.
McClaren kallar skipanir til sinna manna.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á Ísrael í gær. Hann vill að sínir menn endurtaki leikinn á miðvikudaginn þegar rússneska landsliðið mætir í heimsókn á Wembley.

„Áhorfendur voru svo sannarlega með okkur í þessu og við þurfum á þeim að halda á miðvikudaginn," sagði McClaren en Rússland vann Makedóníu 3-0 í gær og hefur stigi meira en enska liðið. England er í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu.

„Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur fyrirfram. Ég er sáttur við að vinna 3-0 en eftir á vildi ég sjá okkur skora fleiri mörk. En frammistaðan skiptir mestu máli. Mínir menn léku mjög vel í þessum leik."

Ákvörðun McClaren að tefla Emile Heskey, sóknarmanni Wigan, fram í byrjunarliðinu vakti mikla athygli. McClaren hrósaði Heskey eftir leikinn. „Hann gerði nákvæmlega það sem ég vonaðist til frá honum. Hann var erfiður viðureignar og vann vel fyrir liðið," sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×