Enski boltinn

Lippi í sigtinu hjá Tottenham

Marcello Lippi hefur náð frábærum árangri hvar sem hann hefur þjálfað.
Marcello Lippi hefur náð frábærum árangri hvar sem hann hefur þjálfað. Nordic Photos/Getty

Breskir fjölmiðlar halda því fram að ítalski stórþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM í Þýskalandi í fyrra, sé líklegastur til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham af Martin Jol ef leikur liðsins gegn Arsenal um næstu helgi tapast.

Forráðamenn Tottenham hafa ekki farið leynt með þá skoðun sína að þeim finnist Jol ekki hafa náð nægilega góðum árangri miðað við þann mannskap sem hann hefur yfir að ráða.

Fyrst reyndu þeir að ná hinum magnaða spænska Juande Ramos hjá Sevilla en sá fékk sig ekki lausan. Nú er það Lippi sem bíður handan hornsins en hann tók sér frí eftir HM og er því á lausu. Auk þess hefur Fabio Cappello, sem gerði Real Madrid að Spánarmeisturum í fyrra og var síðan rekinn, verið orðaður við starfið.

Lippi hefur gefið það út að hann sé klár til að taka við hjá Tottenham og hefur meðal annars verið að læra ensku í fríinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×