Enski boltinn

Ferguson rétt marði Keane

Alex Ferguson og hans menn í Manchester United rétt mörðu sigur á Roy Kene og hans mönnum í Sunderland á Old Trafford í dag. Louis Saha skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta síðan hann meiddist í desember á síðasta ári. Leikmenn United voru mun meira með boltann en sköpuðu ekki mörg opin marktækifæri. United er komið með 8 stig eftir fimm leiki og tvo sigra í röð. Sunderland er hins vegar með 4 stig og hefur tapað þremur í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×