Enski boltinn

Beckham er með 1,3 milljónir kr. á mínútu

Hverrar krónu virði?
Hverrar krónu virði?

Nú bendir allt til þess að tímabilið sé búið hjá David Beckham. Hann meiddist á hné í úrslitaleik bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Strax eru farnar að heyrast raddir þar í landi sem segja að kaup LA Galaxy á Beckham hafi verið dýrt spaug. Því til stuðnings er það nefnt að Beckham fær um 414 milljónir króna á ári í laun frá Galaxy. Það eru 6.5 milljón dollarar.

Beckham hefur leikið í sex leikjum fyrir LA Galaxy á þessu ári, alls í 310 mínútur.

Fari það svo, eins og allt lítur út fyrir, að Beckham leiki ekki meira á þessu ári hefur LA Galaxy þurft að greiða Beckham 1,3 milljónir kr. fyrir hverja einustu mínútu sem hann hefur spilað. Það eru 21 þúsund dollarar.

Dæmi nú hver fyrir sig hvort um góð kaup séu að ræða eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×