Enski boltinn

Öll félagaskipti gærdagsins

Á miðnætti lokaði félagaskiptaglugganum og því verða fleiri leikmenn ekki keypti né seldir þar til í janúar þegar glugginn opnar aftur. Fjölmörg viðskipti fóru fram í gær en markverðust þeirra verða að teljast kaup Arsenal á Lassana Diarra frá Chelsea. Annars er öllum viðskiptum dagsins gerð skil hér fyrir neðan.

Birmingham fékk spænska miðjumanninn Borja Oubina að láni frá Celta Vigo.

Newcastle keyptu Abdoula Faye frá Bolton og fyrirliða Marseille, Habib Beye

Arsenal keyptu franksa landsliðsmanninn Lassana Diarra frá Chelsea á fimm milljónir punda.

West Ham fengu til sín Henri Camara að láni frá Wigan og keyptu svo Norberto Solano frá Newcastle.

Fulham fengu til sín Danny Murphy að láni frá Tottenham. Þeir fengu líka Seol Ki-Hyeon frá Reading og létu Liam Rosenior frá sér í staðinn.

Middlesbrough keyptu miðjumanninn Gary O´Neill frá Portsmouth á fimm milljónir punda.

Fulham fengu til sín Shefki Kuqi á lánssamningi frá Crystal Palace fram í janúar. Palace fengu Paul Dickov í staðinn frá Manchester City.

Portsmouth keyptu Papa Bouba Diop frá Fulham.

Aston Villa keyptu miðjumanninn Moustapha Salifou frá Tógó

Birmingham fengu til sín Wilson Palcios frá Hondúras.

Derby County keypti Kenny Miller frá Celtic á þrjár milljónir punda.

Southampton losuðu Middlesbrough við Jason Euell og fengu leikmanninn á frjálsri sölu. Á sama tíma gekk Boro frá kaupum á Egyptanum Mohamed Shawky frá El Ahly. Shawky er miðjumaður og kostaði 650 þúsund pund.

Aston Villa hélt áfram að styrkja vörnina. Fyrst var það Zat Knight frá Fulham en nú hafa þeir fengið varnarmanninn Curtis Davies að láni frá West Bromwich Albion.

Fulham keyptu Dejan Stefanovic frá Portsmouth á eina milljón punda.

Portsmouth keyptu hægri bakvörðinn Glen Johnson frá Chelsea á 3 milljónir punda. Johnson var hjá liðinu sem lánsmaður í fyrra.

Wigan fékk til sín sóknarmanninn Marcus Bent, frá Charlton, á eins árs lánssamning í staðinn fyrir Caleb Folan sem fer til Hull á eina milljón punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×