Enski boltinn

Eiður Smári ekki seldur í dag

"Eiður Smári verður ekki seldur í dag, það er alveg ljóst." Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns Barcelona. Alþjóðlegi félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og hefur Eiður Smári verið orðaður við fjölda liða víða um Evrópu sem öll eru sögð vilja tryggja sér kappann. Meðal þeirra eru Portsmouth, West Ham, Celtic, Newcastle og Galatasaray.

Arnór sagði aðalástæðuna vera að Eiður Smári sé meiddur og þar til hann nær sér á strik á ný verði þessi mál ekki rædd til fullnustu.

Nánar verður rætt við Arnór í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×