Enski boltinn

Í beinni: Öll leikmannakaup dagsins - Paul Dickov til Crystal Palace

Í dag er síðasti dagurinn sem liðin í ensku knattspyrnunni geta keypt og selt leikmenn og þvi er búist við því að nóg verði um að vera. Á miðnætti lokar félagaskiptaglugganum og opnast hann ekki aftur fyrr en í janúar. Fylgstu með öllum félagaskiptum dagsins hér. Það verður nóg um að vera. Fréttin er uppfærð um leið og eitthvað nýtt gerist.

21.50: Crystal Palace fær framherjann Paul Dickov á láni frá Manchester City út tímabilið.

20.25: Portsmouth kaupir miðjumanninn Papa Bouba Diop frá Fulham. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Kaupverð er ekki gefið upp.

19.55: Aston Villa kaupir miðjumanninn Moustapha Salifou, landsliðsmann Tógó frá svissneska liðinu FC Wil. Kaupverðið er ekki gefið upp.

17.20: Derby County er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Kenny Miller frá Celtic. Derby borgar þrjár milljónir punda fyrir leikmanninn.

17.10: Úrúgvæski landsliðsmaðurinn Alvaro Recoba er farinn til Torino á láni frá Inter Milan. Recoba hefur verið samningsbundinn Inter í tíu ár.

14.20: Birmingham hafa fengið spænska miðjumanninn Borja Oubina á eins árs lánssamningi frá Celta Vigo.

12.55: Middlesbrough er búnir að ganga frá kaupum á miðjumanninum Gary O´Neill frá Portsmouth. Enskir fjölmiðlar greina frá því að kaupverðið hafi verið 5 milljónir punda. Boro hafa einnig boðið Alessandro Pistone samning en varnarmaðurinn sterki er án félags eftir að hann fór frá Everton.

11.45: Southampton losar Middlesbrough við Jason Euell og fær leikmanninn á frjálsri sölu. Á sama tíma gekk Boro frá kaupum á Egyptanum Mohamed Shawky frá El Ahly. Shawky er miðjumaður og kostaði 650 þúsund pund.

11.30: Aston Villa heldur áfram að styrkja vörnina. Fyrst var það Zat Knight frá Fulham en nú hafa þeir fengið varnarmanninn Curtis Davies að láni frá West Bromwich Albion.

10.45: Fulham kaupir Dejan Stefanovic frá Portsmouth á eina milljón punda.

10.30: Portsmouth kaupir hægri bakvörðinn Glen Johnson frá Chelsea á 3 milljónir punda. Johnson var hjá liðinu sem lánsmaður í fyrra.

9.45: Wigan fá sóknarmanninn Marcus Bent, frá Charlton, á eins árs lánssamning í staðinn fyrir Caleb Folan sem fer til Hull á eina milljón punda.

8.50: Glasgow Rangers fá miðjumanninn Amdy Faye frá Charlton á eins árs lánssamningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×