Enski boltinn

Gravesen aftur til Everton

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Thomas Gravesen ræðir málin við Paolo Maldini.
Thomas Gravesen ræðir málin við Paolo Maldini. Mynd/AP

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen mun spila með sínu gamla félagi Everton út tímabilið. Gravesen er samningsbundinn skoska liðinu Celtic en hefur verið lánaður til Everton. Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Celtic eftir að hann kom til liðsins frá Real Madrid í fyrra. Gravesen lék í fimm ár með Everton áður en hann fór til Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×