Enski boltinn

Aston Villa kaupir Zat Knight

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Zat Knight rífst við línuvörð.
Zat Knight rífst við línuvörð. NordicPhotos/GettyImages

Aston Villa er búið að kaupa varnarmanninn Zat Knight frá Fulham. Villa borgar 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Zat Knight hefur alltaf haldið með Aston Villa enda er hann frá Birmingham, og hann segist vera himinlifandi með að hafa samið við félagið.

„Ég hef haldið með Aston Villa frá því að ég vissi hvað fótbolti var," sagði Knight við heimasíðu félagsins. „Villa var mitt hverfislið. Ég reyndi að komast að hjá félaginu í upphafi ferils míns en það gekk ekki upp. Sem unglingur var það auðvitað mikil vonbrigði, en eftir að ég fékk tækifæri annarsstaðar hefur þetta endað vel."

Þess má til gamans geta að Zat Knight skoraði jöfnunarmark Aston Villa gegn Fulham um síðustu helgi þegar hann setti boltann í eigið net, í leik sem Aston Villa vann svo 2-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×