Enski boltinn

Yakubu fær atvinnuleyfi og er farinn til Everton

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Yakubu gæti klæðst búningi Everton um næstu helgi.
Yakubu gæti klæðst búningi Everton um næstu helgi. NordicPhotos/GettyImages

Everton hefur gengið frá kaupunum á nígeríska framherjanum Yakubu frá Middlesbrough eftir að honum var veitt atvinnuleyfi. Upphaflega var honum neitað um atvinnuleyfi vegna þess að hann hafði ekki leikið 75% landsleikja Nígeríu á síðustu tveimur árum, en því var áfrýjað.

Everton borgar 11,25 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fimm ára samning í síðustu viku. Yakubu gæti farið beint í byrjunarlið Everton sem mætir Bolton um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×