Enski boltinn

Dyer hugsanlega fótbrotinn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Kieron Dyer liggur sárkvalinn á vellinum í kvöld.
Kieron Dyer liggur sárkvalinn á vellinum í kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar.

Dyer hefur verið fluttur á sjúkrahús í skoðun en óttast er að hann sé tvíbrotinn á öðrum fætinum. West Ham hefur þegar séð á eftir Julien Faubert sem var keyptur í sumar í langtímameiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×