Enski boltinn

Wigan ætlar að vinna deildarbikarinn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Chris Hutchings ætlar að vinna deildarbikarinn með Wigan.
Chris Hutchings ætlar að vinna deildarbikarinn með Wigan. NordicPhotos/GettyImages

Chris Hutchings, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið hans ætli sér að vinna deildarbikarinn, en Wigan mætir Hull á morgun í 2. umferð keppnarinnar. Hutchings segir að liðið ætli að mæta af fullum krafti í leikinn og mikilvægt sé að vanmeta ekki Hull.

„Ef maður tekur þátt þá vill maður vinna, það er bara svo einfalt," segir Hutchings. Við munum taka leikinn gegn Hull mjög alvarlega og virða það að þeir vilja slá okkur úr leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×