Enski boltinn

Redknapp staðfestir að Derby vilji kaupa Nugent

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Það eru ekki nema sex vikur síðan David Nugent skrifaði undir hjá Portsmouth.
Það eru ekki nema sex vikur síðan David Nugent skrifaði undir hjá Portsmouth. NordicPhotos/GettyImages

Harry Radknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Derby hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn David Nugent frá Portsmouth. Redknapp segir þó að hann hafi engan áhuga á að selja leikmanninn sem hann keypti fyrir nokkrum vikum.

Framtíð Nugent hefur verið mikið í umræðunni, sérstaklega vegna þess að hann fjórði framherjinn í röðinni hjá félaginu á eftir John Utaka, Kanu og Benjani Mwaruwari. Nugent er sagður vera mjög óánægður með að fá ekki að spila meira og þær fréttir kveiktu í áhuga Billy Davies, knattspyrnustjóra Derby, sem vill bæta við sóknarmönnum í lið sitt. Davis er mikill aðdáandi Nugent, en þeir voru saman hjá Preston North End.

„Derby vill kaupa hann, þeim líkar vel við hann," sagði Redknapp við The News. „En hann er aðeins nýkominn til okkar og ég vil halda honum hjá félaginu. Hann er ungur leikmaður. Auðvitað vill hann spila en í augnablikinu er Kanu að spila frábærlega sem og Utaka og Benjani þannig að þetta er erfitt fyrir Nugent. Hann verður að vera þolinmóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×