Enski boltinn

Schmeichel mun spila fyrir Danmörku

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kasper Schmeichel, markvörður Manchester City, ætlar að spila fyrir danska landsliðið en ekki það enska. Schmeichel hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína nú í upphafi tímabils en hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig.

Hann er tvítugur og hefur leikið fyrir U21 landslið Danmörku. Sögusagnir hafa verið uppi um að enska knattspyrnusambandið hafi hugsað Kasper sem landsliðsmarkvörð enska liðsins.

„Kasper er danskur," sagði Peter Schmeichel, faðir Kaspers. „Það er nákvæmlega enginn möguleiki á því að hann spili fyrir England. Það er hægt að stöðva þessa umræðu strax. Enska landsliðið er fyrir Englendinga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×