Enski boltinn

Sir Alex: Boltinn fór í bringuna á Brown

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með stigin þrjú gegn Tottenham en var þó ekki heillaður af spilamennsku sinna manna. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma ekki víti á Wes Brown hafa verið rétta.

„Þetta var mjög naumur sigur og lítill munur á liðunum. Mínum leikmönnum skortir ákveðið sjálfstraust. Þeir virka smá hræddir enda eru miklar væntingar hérna," sagði Sir Alex Ferguson.

Tottenham vildi fá dæmda hendi á Wes Brown innan teigs en þá hefði liðið fengið vítaspyrnu. „Þeir mótmæltu svo mikið að ég hélt að þetta hefði átt að vera vítaspyrna. Wes sagði við mig að boltinn hefði farið í bringuna á sér en ekki hendina. Ef hann segir það þá er það rétt," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×