Enski boltinn

Jol: Við áttum að fá víti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vítaspyrna?
Vítaspyrna?

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn eftir leikinn gegn Manchester United. „Við spiluðum vel í þessum leik og auðvitað eru það mikil vonbrigði að við fengum ekkert út úr honum," sagði Jol. 

Manchester United vann leikinn 1-0 en áður en markið kom vildi Tottenham fá vítaspyrnu. „Við áttum ekki færri færi en þeir. Að auki áttum við klárlega að fá vítaspyrnu. Wes Brown notaði hendina og varði eins og markvörður. Það má ekki," sagði Jol.

Nani skoraði eina mark leiksins.  „Markið sem hann skoraði var ótrúlega fallegt. Okkur vantaði bara smá heppni, þá hefðum við fengið eitthvað úr þessum leik," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×