Enski boltinn

Yakubu neitað um atvinnuleyfi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yakubu í baráttunni í leik gegn Englandsmeisturum Manchester United.
Yakubu í baráttunni í leik gegn Englandsmeisturum Manchester United.

Snurða er hlaupin á þráðinn í kaupum Everton á nígeríska sóknarmanninum Yakubu. Honum hefur verið neitað um atvinnuleyfi þar sem hann hefur leikið undir 75% af landsleikjum Nígeríu síðustu tvö ár.

Everton hefur áfrýjað og er niðurstaðna að vænta á miðvikudaginn. Í síðustu viku komst Everton að samkomulagi við Middlesbrough um kaupin á Yakubu en hann er annar markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef horft er til síðustu fjögurra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×