Enski boltinn

Nani tryggði United sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar

Portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði eina markið í leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Markið var stórglæsilegt, frábært skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Þetta var fyrsti sigur United á tímabilinu. 

Leikurinn var fjörlegur en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. Manchester United virkaði ekki sannfærandi og varnarleikur liðsins var tæpur. Dimitar Berbatov átti frábæran leik og var tvívegis mjög nálægt því að skora fyrir Tottenham áður en markið hjá Nani kom.

Liðsmenn Tottenham börðust vel og áttu ekki skilið að fara tómhentir úr þessum leik en ekki er spurt að því í fótbolta. Manchester United er nú komið með fimm stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×