Enski boltinn

Spáð í spilin: Middlesbrough - Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í dag en sá fyrri verður klukkan 12:30. Það er nágrannaslagur milli Middlesbrough og Newcastle sem fram fer á Riverside vellinum.

Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er farinn að æfa aftur með Middlesbrough eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné en er ekki orðinn leikfær. Fabio Rochemback snýr aftur eftir leikbann en Mido er hinsvegar tæpur vegna ökklameiðsla. Þá er einnig óvissa með þátttöku Andrew Taylor og Luke Young.

Michael Owen er aftur orðinn klár í slaginn og mun berjast við Mark Viduka, Obafemi Martin og Shola Ameobi um sæti í sókninni. Emre gæti spilað en hann er búinn að jafna sig af meiðslum. Hinsvegar verða Shay Given, Celestine Babayaro, Joey Barton og Damien Duff fjarri góðu gamni.

Leikmannahópur Middlesbrough: Schwarzer, Jones, Davies, Taylor, Riggott, Wheater, Hines, Boateng, Arca, Cattermole, Tuncay, Downing, Johnson, Aliadiere, Yakubu, Mido, Lee.

Leikmannahópur Newcastle: Harper, Forster, Carr, N'Zogbia, Rozehnal, Taylor, Ramage, Cacapa, Enrique, Solano, Milner, Geremi, Butt, Smith, Emre, Viduka, Martins, Ameobi, Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×