Enski boltinn

Byrjun West Ham undir væntingum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, er ekki sáttur við byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.  Liðið hefur fjögur stig eftir þrjá leiki en í dag gerði það 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Wigan.

„Við vorum mun betri í þessum leik en lendum samt undir. Sem betur fer náðum við að jafna en ég hefði viljað fá öll þrjú stigin. Við höfum ekki sýnt okkar bestu hliðar nú í upphafi tímabils og það er ekkert launungarmál að við stefndum á fleiri stig úr fyrstu leikjunum," sagði Curbishley.

Curbishley var samt ánægður með að sjá Lee Bowyer skora. „Hann hefur verið að spila mjög vel fyrir liðið og átti þetta mark skilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×