Enski boltinn

Spáð í spilin: Derby - Birmingham

Derby tekur á móti Portsmouth í nýliðaslag. Þessi lið komust bæði úr fyrstu deildinni síðastliðið vor og ætti slagurinn að verða jafn. Liðin verma 18. og 19. sæti deildarinnar með eitt stig hvort eftir þrjá leiki.

Birmingham tapaði fyrir West Ham um síðustu helgi með einu marki sem Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu. Derby steinlá fyrir Tottenham um síðustu helgi með fjórum mörkum gegn engu.

Það er ljóst að þessi leikur er einn sá mikilvægasti fyrir bæði lið því að allt bendir til þess að liðin verði í botnbaráttu út tímabilið. Innbyrðis viðureignir þeirra gætu því talið mikið.

Tyrone Mears, varnarmaður Derby, er kominn á meiðslalistann þar sem hann veitir Giles Barnes félagsskap. Hjá Birmingham er óvíst með þátttöku Mikael Forssell og Johan Djourou sem eru tæpir. Damien Johnson, Martin Taylor og Rafael Schmitz eru á meiðslalistanum.



Leikmannahópur Derby: Bywater, Edworthy, Todd, Moore, Camara, Fagan, Oakley, Jones, Pearson, Howard, Earnshaw, Price, Leacock, McEveley, Griffin, Lewis, Feilhaber.



Leikmannahópur Birmingham: Doyle, Parnaby, Ridgewell, Jaidi, Kelly, Larsson, Muamba, Nafti, Kapo, O'Connor, Forssell, Sadler, Jerome, McSheffrey, Maik Taylor, Vine, Djourou.



Leikurinn hefst klukkan 14:00.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×