Enski boltinn

Spáð í spilin: Chelsea - Portsmouth

Michael Ballack leikur ekki með Chelsea í dag.
Michael Ballack leikur ekki með Chelsea í dag.

Chelsea tekur á móti Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er í öðru sæti deildarinar með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið hefur ekki ennþá tapað leik en hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum. Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth eru einnig taplausir og eru með fimm stig eftir þrjá leiki.

Mikið var rætt um jöfnunarmark Chelsea gegn Liverpool um síðustu helgi en Frank Lampard skoraði úr vítaspyrnu sem Rob Styles dæmdi ranglega en bað svo afsökunar á dómnum eftir að hafa séð atvikið á myndbandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að fjölmiðlafárið í kringum atvikið muni hafa áhrif á leik Chelsea.

Portsmouth sigraði Bolton örugglega í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum. Það verður gaman að fylgjast með Hemma í leiknum því að hann sparar ekki tæklingarnar.

Juliano Belletti gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir að hafa komið frá Barcelona. Andriy Shevchenko er einnig leikfær en óvíst er með Ashley Cole. Ljóst er þó að Michael Ballack, Wayne Bridge og Ricardo Carvalho spila ekki vegna meiðsla.

Leikmannahópur Chelsea: Cech, Cudicini, Ferreira, Belletti, Terry, Alex, Ben Haim, A Cole, Lampard, Makelele, Diarra, Mikel, Malouda, Drogba, Shevchenko, Kalou, Sidwell, J Cole, Wright-Phillips, Pizarro.

Leikmannahópur Portsmouth: James, Lauren, Campbell, Distin, Hermann Hreiðarsson, Utaka, Hughes, Muntari, Davis, Taylor, Kanu, Nugent, Benjani, Pamarot, Traore, O'Neil, Pedro Mendes, Mvuemba, Duffy, Cranie, Ashdown

Leikurinn hefst klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×