Enski boltinn

Spáð í spilin: Bolton - Reading

Ívar Ingimarsson lék með íslenska landsliðinu á miðvikudag.
Ívar Ingimarsson lék með íslenska landsliðinu á miðvikudag.
Það verður Íslendingaslagur þegar Bolton tekur á móti Reading klukkan 14. Sammy Lee hefur farið hræðilega af stað með Bolton liðið eftir að hafa fengið tólf nýja leikmenn til liðsins, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. Íslendingaliðið Reading hefur byrjað tímabilið sæmilega og er með fjögur stig eftir þrjá leiki og er í tíunda sæti.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Sammy Lee hjá Bolton og þess vegna verður Bolton að sigra leikinn svo að hann verði einfaldlega ekki rekinn. Ekki er líklegt að Heiðar Helguson verði í byrjunarliði Bolton því að stjörnuframherjarnir Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf eru óánægðir hjá félaginu og Lee þorir sennilega ekki að hafa þá á bekknum.

Ívar Ingimarsson verður að öllum líkindum á sínum stað í hjarta varnar Reading og vonandi fáum við að sjá Brynjar Björn Gunnarsson byrja á miðjunni í leiknum.

Ibrahima Sonko og Glen Little eru á meiðslalista Reading og þá er Dave Kitson einnig fjarri góðu gamni en hann er í leikbanni. 

Leikmannahópur Bolton: Jaaskelainen, Hunt, Meite, Faye, O'Brien, Cid, Samuel, Wilhelmsson, Nolan, Speed, McCann, Alonso, Braaten, Harasayni, Diouf, Anelka, Heiðar Helguson, Al Habsi, Sinclair.

Leikmannahópur Reading: Hahnemann, Federici, de la Cruz, Ívar Ingimarsson, Bikey, Shorey, Cisse, Fae, Brynjar Björn Gunnarsson, Harper, Hunt, Convey, Doyle, Long, Lita, Cox, Halls, Duberry, Murty, Oster, Seol.

Leikurinn hefst klukkan 14:00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×