Enski boltinn

Benítez: Keane gæti komist í fremstu röð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roy Keane tók við Sunderland á síðasta tímabili.
Roy Keane tók við Sunderland á síðasta tímabili.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Roy Keane, kollegi sinn hjá Sunderland, gæti orðið frábær stjóri. Sunderland og Liverpool eru að fara að mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 11:45.

„Roy Keane þarf tíma, þetta kemur kannski í ljós eftir einhver fimm ár. Það er samt ekki hægt að neita því að hann lítur út fyrir að vera sérstakur stjóri. Hann er góður núna en hefur möguleika á að verða einn af þeim bestu," sagði Benítez.

Benítez reiknar með erfiðum leik gegn Sunderland. „Eftir að hafa tapað illa fyrir Wigan eru þeir ákveðnir í að ná sigri fyrir framan sína áhorfendur. Þeir fá góðan stuðning og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég er alveg viss um það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×