Enski boltinn

Spáð í spilin: Sunderland - Liverpool

Roy Keane og félagar taka á móti Liverpool á Stadium of Light.
Roy Keane og félagar taka á móti Liverpool á Stadium of Light.

Sunderland og Liverpool eigast við í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 11:45. Þetta er fyrsti leikur 4. umferðar. Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland eru um miðja deild eftir ágæta byrjun með fjögur stig eftir þrjá leiki. Liverpool er einnig með fjögur stig um miðja deild en liðið hefur aðeins leikið tvo leiki.

Sunderland hefur misst miðjumanninn Dean Whitehead í sex vikna meiðsli sem að gæti haft slæm áhrif á leik Sunderland en Paul McShane, Carlos Edwards og Grant Leadbitter eru allir tæpir. Andy Cole verður ekki í liði Sunderland en hann er nýgenginn til liðs við félagið.

Í liði Liverpool er fyrirliðinn Steven Gerrard tæpur og hugsanlega verður hann hvíldur í dag.

Leikmannahópur Sunderland: Gordon, Ward, Halford, Collins, Wallace, Nosworthy, McShane, Anderson, Richardson, Etuhu, Yorke, Miller, Leadbitter, Stokes, Chopra, John, Murphy, Connolly, O'Donovan.

Leikmannahópur Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Hyypia, Arbeloa, Riise, Pennant, Mascherano, Alonso, Gerrard, Benayoun, Sissoko, Voronin, Crouch, Kuyt, Torres, Babel, Itandji.

„Hér fáum við tækifæri til að sjá hvar við stöndum gegn stóru liðunum," sagði Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland. „Nánast allan minn feril hefur Liverpool verið erkióvinur. Maður verður samt að bera virðingu fyrir félagi eins og Liverpool. Það hefur frábæra sögu bakvið sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×