Enski boltinn

City ætlar að gera Richards að launahæsta leikmanni liðsins

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Micah Richards er aðeins 19 ára gamall.
Micah Richards er aðeins 19 ára gamall. NordicPhotos/GettyImages

Manchester City ætlar að bjóða varnarmanninum unga, Micah Richards, nýjan samning í næstu viku sem gerir hann að hæstlaunaðasta leikmanni félagsins. City grípur til þessa ráðs til að halda Manchester United og Chelsea frá leikmanninum. Samningurinn er sagður vera til fjögurra ára og mun tryggja Richards 50 þúsund punda á viku, eða 6,5 milljónir íslenskra króna.

„Klúbburinn mun gera allt sem hægt er til að halda leikmanninum," sagði Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City. „Hann mun verða betri. Hann þarf ekki að verða sterkari eða sneggri en hann er, hann hefur allt nú þegar. Eftir því hversu marga leiki hann spilar því betri verður hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×