Enski boltinn

Parker og Neill með Hömrunum um helgina

Scott Parker á æfingu með West Ham.
Scott Parker á æfingu með West Ham.

Þeir Scott Parker og Lucas Neill verða báðir með West Ham þegar liðið mætir Wigan um helgina. Þeir hafa verið meiddir undanfarið en eru báðir byrjaðir að æfa með liðinu og ættu báðir að verða í byrjunarliði West Ham þegar leikurinn við Wigan verður flautaður á.

Það verður fyrsti leikur Parker með West Ham í úrvalsdeild en hann meiddist á undibúningstímabilinu, skömmu eftir að hann var keyptur til félagsins frá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×