Enski boltinn

Heinze skrifar undir hjá Real Madrid á morgun

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Gabriel Heinze fer frá Englandsmeisturunum til Spánarmeistarana.
Gabriel Heinze fer frá Englandsmeisturunum til Spánarmeistarana. NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á varnarmanninum Gabriel Heinze. Spánarmeistararnir hafa lengi haft augastað á varnarmanninum og í kjölfar þess að Heinze fékk ekki að ganga til liðs við Liverpool gerði félagið tilboð í leikmanninn. Real Madrid hefur staðfest að tilboðið hafi verið samþykkt.

Samkvæmt SkySports mun Heinze fara til Madríd á morgun til að gangast undir læknisskoðun og mun í kjölfar þess skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×