Enski boltinn

Ákvörðun um framtíð Heinze tekin í dag

Heinze fær svör í dag
Heinze fær svör í dag

Enska knattspyrnusambandið mun í dag fjalla um mál Gabriel Heinze og ákvarða hvort honum verði leyft að fara frá Manchester United til Liverpool. Eins og áður hefur verið greint frá heldur Heinze því fram að hann hafi í höndunum skriflegt loforð frá forráðamönnum United um að hann fái að fara.

Þrátt fyrir að mörg lið hafi sýnt áhuga á að kaupa Heinze hefur hann sjálfur sagt að Liverpool sé eina liði sem hann vilji til. Það vilja forráðamenn United ekki fallast á og segja að leikmenn verði ekki seldir til helstu keppinauta.

Því hefur málið ratað til enska knattspyrnusambandsins sem eins og fyrr segir fjallar um málið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×