Enski boltinn

Ferguson skýtur fast á Eriksson

Sven Göran Eriksson er taplaus í ensku úrvalsdeildinni og lætur varla Ferguson taka sig á taugum.
Sven Göran Eriksson er taplaus í ensku úrvalsdeildinni og lætur varla Ferguson taka sig á taugum. Nordic Photos/Getty

Það ríkir lítill kærleikur á milli knattspyrnustjóranna Alex Ferguson hjá manchester united og Sven Görans Eriksson hjá Manchester City. Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni og hefur Ferguson þegar hafið sálfræðistríð gegn Svíanum. Hann segist búast við grófum leik af hendi Manchester City og að hann þekki aðeins tvo af þeim átta leikmönnum sem Eriksson keypti fyrir tímabilið. Ferguson og Eriksson háðu margan hildinn þegar Eriksson var landsliðsþjálfari Englands og rifust oft eins og hundur og köttur.

"Ég held að þetta verði alveg eins og í undanförnum nágrannaslögum. Dómarinn þarf að vera ákveðinn því leikmenn Manchester City mun spila mjög fast," segir Ferguson aðspurður um leikinn á morgun.

Eriksson gefur lítið fyrir Fergusons og segist hafa keypt leikmenn sem séu þekktir fyrir að sparka í boltann en ekki menn. "Við munum einbeita okkur að því að spila fótbolta. Þar liggur styrkur okkar. Ég keypti leikmenn sem er frægir fyrir getu þeirra með boltann inni á vellinum," segir Eriksson.

Þeir eru þó ekki frægari en það að Ferguson segist aðeins hafa heyrt um tvo af þeim átta leikmönnum Eriksson keypti til liðsins fyrir rúma fimm milljarða í sumar.

"Ég þekki Bianchi og Petrov. Ég hef fylgst með þeim. Ég þekki hins vegar ekki hina leikmennina," segir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×