Enski boltinn

Moyes brjálaður eftir að Van Der Meyde skrópaði á æfingu

Van Der Meyde þykir erfiður viðureignar. Hér er honum vísað af velli í leik gegn Liverpool.
Van Der Meyde þykir erfiður viðureignar. Hér er honum vísað af velli í leik gegn Liverpool.

Hollenski miðjumaðurinn hjá Everton, Andy Van Der Meyde, hefur verið sektaður um nokkra vikna laun fyrir að hafa skrópað á æfingu síðasta sunnudag. David Moyes, þjálfari liðsins, er sagður brjálaður vegna málsins og ætlar að taka ákvörðun um framtíð leikmannsins í næstu viku.

Skrópið kom eftir góðan sigur á Wigan síðasta laugardag. Van Der Meyde mun hafa skellt sér út á lífið eftir leik og misst af æfingu sem haldinn var snemma daginn eftir.

"Andy hefur nokkrum sinnum verið varaður við svona löguðu. Við nennum ekki að standa í þessu lengur. Ákvörðun um framtíð hans hjá þessu félagi verður tekin eftir helgi," sagði David Moyes um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×