Enski boltinn

Keypti 57 þúsund króna rauðvínsflösku fyrir Sir Alex

Erikson er áhugamaður um góð vín eins og kollegi sinn Ferguson.
Erikson er áhugamaður um góð vín eins og kollegi sinn Ferguson.

Sven Goran Erikson ætlar að bjóða Sir Alex Ferguson í rauðvín eftir leik erkióvinanna í United og City á sunudaginn. Erikson er þegar búinn að kaupa flösku fyrir tilefnið en það er 57 þúsund króna Cabernet Sauvignon flaska.

Erikson hefur ekki þorað öðru en að splæsa í almennilega flösku þar sem hann fékk oft að kenna á gagnrýni Ferguson sem fannst Svíinn oft vera full duglegur að taka leikmenn tæpa af meiðslum í tilgangslausa vináttuleiki þegar Erikson var landsliðsþjálfari.

Eins og áður hefur vreið greint frá er Alex Ferguson mikill rauðvínsáhugamaður og fær sér oft glas með öðrum knattspyrnustjórum eftir leik.

Frægt er orðið þegar hann og Jose Mourinho drukku saman 27 þúsund króna portúgalska rauðvínsflösku, eeftir leik þeirra í fyrra, til þess að grafa stríðsöxina sem oft hafði verið veifað í samskiptum þeirra áður.

Lið Erikson og Ferguson mætast á sunnudaginn kl.12:10 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×