Drogba er leikmaður 2. umferðar í úrvalsdeildinni 15. ágúst 2007 23:45 Didier Drogba er án nokkurs vafa einn af bestu framherjum heims um þessar mundir. Nordic Photos/Getty Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea er leikmaður 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Vísis. Drogba kom inn í lið Chelsea eftir meiðsli gegn Reading í kvöld og átti stóran þátt í sigri síns liðs, 2-1. Drogba lagði upp fyrra mark Chelsea og skoraði það síðara með glæsilegu skoti. Didier Drogba er fæddur í Abidjan á Fílabeinsströndinni árið 1978. Hanner var ekki nema fimm ára gamall þegar hnna flutti fyrst til Frakklands. Eftir að hafa flækst á milli Fílabeinsstrandarinnar og Frakklands um nokkurra ára skeið skrifaði Drogba loks undir samning við franska 2. deildarliðið Le Mans þegar hann var nítján ára gamall. Eftir þrjú ár hjá Le Mans lá leiðin til 1. deildarliðsins Guingamp þar sem hann skoraði 17 mörk og myndaði frábært framherjapar með Florent Malouda, núverandi samherja sínum hjá Chelsea. Sumarið 2003 var hann síðan seldur til Marseille fyrir fjórar milljónir punda og þá fór ferill Drogba loksins í gang. Hann skoraði 19 mörk í deildinni og ellefu mörk í Evrópukeppnunum og var valinn leikmaður ársins í Frakklandi. Það leiddi svo til þess að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, pungaði út 24 milljónum punda fyrir Drogba sumarið 2004. Fyrstu tvö árin hjá Chelsea voru erfið en í fyrra sló hann rækilega í gegn. Drogba varð markahæstur í úrvalsdeildinni með 20 mörk og skoraði 13 mörk í öðrum keppnum. Hann var mörgum talinn vera besti framherji Evrópu í fyrra enda fáir leikmenn sem sameina styrk, hraða og knattspyrnuhæfileika á sama hátt og Drogba. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er fyrir Chelsea. Eitt mark og ein stoðsending sýndu að liðið getur ekki án hans verið. Ég er: Nafn: Didier Drogba Aldur: 29 ára Félög: Le Mans (Frakklandi), Guingamp (Frakklandi), Marseille (Frakklandi) og Chelsea. Númer: 11 Leikir/mörk í úrvalsdeildinni: 93/43 Landsleikir/mörk: 30/21 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea er leikmaður 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Vísis. Drogba kom inn í lið Chelsea eftir meiðsli gegn Reading í kvöld og átti stóran þátt í sigri síns liðs, 2-1. Drogba lagði upp fyrra mark Chelsea og skoraði það síðara með glæsilegu skoti. Didier Drogba er fæddur í Abidjan á Fílabeinsströndinni árið 1978. Hanner var ekki nema fimm ára gamall þegar hnna flutti fyrst til Frakklands. Eftir að hafa flækst á milli Fílabeinsstrandarinnar og Frakklands um nokkurra ára skeið skrifaði Drogba loks undir samning við franska 2. deildarliðið Le Mans þegar hann var nítján ára gamall. Eftir þrjú ár hjá Le Mans lá leiðin til 1. deildarliðsins Guingamp þar sem hann skoraði 17 mörk og myndaði frábært framherjapar með Florent Malouda, núverandi samherja sínum hjá Chelsea. Sumarið 2003 var hann síðan seldur til Marseille fyrir fjórar milljónir punda og þá fór ferill Drogba loksins í gang. Hann skoraði 19 mörk í deildinni og ellefu mörk í Evrópukeppnunum og var valinn leikmaður ársins í Frakklandi. Það leiddi svo til þess að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, pungaði út 24 milljónum punda fyrir Drogba sumarið 2004. Fyrstu tvö árin hjá Chelsea voru erfið en í fyrra sló hann rækilega í gegn. Drogba varð markahæstur í úrvalsdeildinni með 20 mörk og skoraði 13 mörk í öðrum keppnum. Hann var mörgum talinn vera besti framherji Evrópu í fyrra enda fáir leikmenn sem sameina styrk, hraða og knattspyrnuhæfileika á sama hátt og Drogba. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er fyrir Chelsea. Eitt mark og ein stoðsending sýndu að liðið getur ekki án hans verið. Ég er: Nafn: Didier Drogba Aldur: 29 ára Félög: Le Mans (Frakklandi), Guingamp (Frakklandi), Marseille (Frakklandi) og Chelsea. Númer: 11 Leikir/mörk í úrvalsdeildinni: 93/43 Landsleikir/mörk: 30/21
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira